Einmanalegt um jólin

Þórunn Sóley Kjartansdóttir og Gunnar Jón Sigurjónsson verða á vakt ...
Þórunn Sóley Kjartansdóttir og Gunnar Jón Sigurjónsson verða á vakt um jól og áramót. mbl.is/Styrmir Kári

Flestir vilja og eiga frí í vinnunni um jólin en Þórunn Sólveig Kjartansdóttir og Gunnar Jón Sigurjónsson skipta kvöldvaktinni í gjaldskýli Hvalfjarðarganga á milli sín í kvöld, eru svo saman á morgunvakt á morgun og annan í jólum. Þórunn verður síðan á kvöldvakt á gamlársdag og nýársdag og Gunnar tekur næturvaktina á nýársnótt.

„Þetta er alvanalegt og maður venst þessu,“ segir Þórunn, sem hefur unnið hjá Speli í 17 ár eða nánast frá opnun ganganna. Gunnar, sem er með um 13 ára starfsreynslu í skýlinu, tekur í sama streng. „Ég hef unnið önnur hver jól,“ segir hann og bætir við að hann þekki þetta vel því hann hafi líka verið vaktmaður í 23 ár hjá Járnblendifélaginu. „Áður var ég á sjó, meðal annars stýrimaður í 15 ár, og þá vorum við alltaf í landi á jólum.“

Kveikir á kerti og messunni

Þórunn segir að vissulega væri eftirsóknarverðara að eiga frí með fjölskyldunni um jólin en ekki sé á allt kosið í vaktavinnu. „Vaktarúllan er ekkert tekin úr sambandi um jólin, en það eru kostir og gallar við þetta eins og annað.“ Hún áréttar að þau verði að sinna sinni vakt, hvort sem hún falli á rauðan dag eða ekki.

Þegar jólin ganga í garð eru fáir á ferðinni en þau segja að umferðin aukist þegar líða taki á aðfangadagskvöld. „Ég kveiki á útvarpinu og á kerti og hlusta á messuna klukkan sex,“ segir Þórunn og bætir við að þá sé vissulega einmanalegt í skýlinu. „Gunnar kemur klukkan átta og þá fer ég heim í jólamatinn.“ Hún bendir á að þó að þau skipti vaktinni í kvöld á milli sín séu þau samt á bakvakt og tilbúin að mæta komi eitthvað fyrir í göngunum.

Gunnar segir að óneitanlega sé hátíðlegra að vinna á aðfangadag en aðra daga. „Þegar maður er einn í skýlinu hugsar maður meira heim á jólum,“ segir hann. „Það er einmanalegt að vinna einn um jól og áramót,“ áréttar hann.

Gjaldskýlið er skreytt um jólin og þau eru með aðventuljós og jólasveina hjá sér. „Við getum kveikt á kerti og erum með nóg af konfekti og kaffi,“ segir Þórunn. Eins og vera ber eru þau líka uppáklædd í vinnunni í dag. Gunnar í jakkafötum, hvítri skyrtu og með slifsi og Þórunn í jólakjól. Þau opna samt ekki jólapakka í skýlinu. „Nei, ég bíð með það þar til ég kem heim eftir vaktina,“ segir Gunnar og Þórunn tekur undir með honum.

Þau eru ánægð í vinnunni og bera vegfarendum vel söguna, segja að þeir séu almennt kurteisir, og ekki síst á jólum. „Það óska okkur allir gleðilegra jóla eða gleðilegs nýs árs,“ segir Gunnar. „Sumir vorkenna okkur að þurfa að vinna á þessum tíma, en svona er þetta og það er víða sem þarf að standa vaktina,“ segir Þórunn.

Gunnar Jón Sigurjónsson við störf í gjaldskýlinu í Hvalfjarðargöngum.
Gunnar Jón Sigurjónsson við störf í gjaldskýlinu í Hvalfjarðargöngum. mbl.is/Styrmir Kári
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fækkar um tvo á langlegudeild

07:57 Tvö fiskiskip fóru úr Ísafjarðarhöfn í gær, áleiðis til Belgíu þar sem þau verða rifin í brotajárn. Arnar Kristjánsson, útgerðarmaður hjá Sólbergi ehf., segir að lítið verð fáist fyrir brotajárn en losa verði skipin úr höfninni. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

Í gær, 21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »

„Þyrfti þá að læra íslensku“

Í gær, 21:00 Prestekla er viðvarandi vandamál í ystu byggðum Noregs. Gabriel Are Sandnes var beðinn að þiggja brauðið í Gamvik í nokkrar vikur þrátt fyrir að vera löngu farinn á eftirlaun. Hann ræddi við mbl.is um sorgina á hjara veraldar, þverrandi kirkjusókn og spíritisma. Meira »
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Til leigu 2-3ja herb.íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn. ALLT til ALL...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 210.000 km...