Illdeilur á hópspjalli Pírata

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, telur þörf á nýjum og lokuðum umræðuvettvangi fyrir flokksbundna Pírata. Síðustu daga hefur mikil umræða skapast í opna hópnum Pírataspjallið á Facebook, en yfir 5.000 manns eru nú aðilar að hópnum. Hafa nokkrir hópmeðlima gert ritskoðun á ýmsum umræðuvettvangi Pírata að umtalsefni og aðrir lýst yfir óánægju með umræðuna innan hópsins. „Þeir sem eru virkastir eru aðallega fólk sem er ekki Píratar að rífast um hluti sem tengjast okkur ekki neitt,“ segir Birgitta, en hún gerði í gær breytingar á lýsingu hópsins þar sem nafni hans hefur verið breytt og áréttað að spjallið sé ekki tengt Pírötum. Haft er eftir Birgittu í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag að nú sé hafin vinna við nýjan umræðuvettvang Pírata þar sem aðeins flokksmenn fá aðgang.

Ásakanir um ritskoðun

Svo virðist sem rót umræðunnar síðustu daga hafi verið óánægja nokkurra meðlima Pírataspjallsins með framgöngu þingmannsins Ástu Guðrúnar Helgadóttur gagnvart einum meðlima umræðuhópsins Femínískir Píratar, þar sem hún óskaði þess að hann yfirgæfi hópinn, en harðar deilur hafa staðið um femínísk málefni í flokknum. Í kjölfarið hafa nokkrir meðlimir Pírataspjallsins stigið fram og sakað stjórnendur fyrrnefnda hópsins um ritskoðun, enda hefði verið lokað á aðgang þeirra að hópnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: