Vinna við stækkun flugstöðvarinnar hefst í janúar

Fyrirhuguð nýbygging Hér er horft frá norðri austan megin við …
Fyrirhuguð nýbygging Hér er horft frá norðri austan megin við flugstöðina. Tölvuteikning/Andersen & Sigurdsson/Teiknark

Ístak hf. átti lægsta tilboð í stækkun suðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir Isavia. Tilboði Ístaks var tekið á Þorláksmessu.

Framkvæmdirnar eiga að hefjast í janúar næstkomandi og húsið á að vera fullbúið í lok ársins 2017, samkvæmt upplýsingum frá Isavia.

Stækka á suðurbygginguna til norðurs, í átt að eldri hluta flugstöðvarinnar. Nýbyggingin verður um 7.000 fermetrar á þremur hæðum. Landamærasalurinn mun stækka og eins farþegasvæðið í suðurbyggingunni. Þar bætist við biðsvæði fyrir rúmlega 1.000 farþega. Viðbótin mun tvöfalda afgreiðslugetu í gegnum landamæraeftirlitið, að því er fram kemur í umfjöllun um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »