„Það er búið að ganga á ýmsu“

Hér má sjá mynd sem að Aðalsteinn tók af flóðinu.
Hér má sjá mynd sem að Aðalsteinn tók af flóðinu. Ljósmynd/Aðalsteinn Sigurðarson

„Nú er éljagangur og farið að bæta í vind. Maður býst við því versta samkvæmt veðurspánni. Það er búið að ganga á ýmsu hérna síðustu sólarhringa,“ segir Aðalsteinn Sigurðarson nágranni Páls Pálssonar á Aðalbóli.

Krapaflóð féll á íbúðarhúsnæði Páls í gær sem staðsett er í Hrafnkelsdal á Austurlandi. Aðalsteinn var fyrstur manna á svæðið og hófst handa við mokstur. Hann segir erfitt að ákvarða stærðina á flóðinu en að menn frá Veðurstofu Íslands hafi komið í dag til að mæla það.

Sveinn Brynjólfsson, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, segir að stærð flóðsins hafi verið mæld í dag en þegar mbl.is ræddi við hann höfðu honum ekki enn borist upplýsingarnar úr mælingunum. „Það litla sem ég hef heyrt er að þetta hafi verið töluvert krapahlaup sem fór þarna með talsverðum krafti.“

Á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands kemur fram að krapaflóðið hafi skemmt jarðskjálftamælakerfi síðan 1998 sem staðsett var í viðbyggingu hússins. Mælirinn var staðsettur beint ofan bæjarhúsanna í um 150 metra fjarlægð.

Einar Hjörleifsson, náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að mælakerfi líkt og það sem skemmdist séu staðsett um allt land til að mæla óróa og jarðskjálfta. Hann segir óróann hafa aukist á stöðinni við bæinn um klukkan 16:20 í gærdag. Síðan kom jarðskjálftinn en þegar skriðan féll á viðbygginguna datt mælirinn út. Flóðið skall svo á rétt fyrir klukkan 16:30 í gærdag. „Við erum með fjölmarga aðra mæla í gangi um land allt þannig að við fylgjumst vel með jarðskjálftum,“ segir Hjörleifur að lokum.

Krapaflóðið sem lenti á Aðalbóli í gær hefur líklega skemmt búnað sem hefur verið hluti jarðskjálftamælakerfisins síðan...

Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, 29 December 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka