Komust undan með peninga

Lögregla er á staðnum.
Lögregla er á staðnum. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Laust eftir hádegi var gerð tilraun til vopnaðs ráns í útibúi Landsbankans í Borgartúni. Samkvæmt heimildum mbl.is höfðu tveir menn í frammi hótanir og kröfðust fjármuna. Enginn meiddist.

Samkvæmt heimildum mbl.is voru mennirnir vopnaðir haglabyssu.

UPPFÆRT 14.08:

Útibúinu hefur nú verið lokað og er lögregla á staðnum. Starfsfólk hefur fengið áfallahjálp. Að sögn annars heimildarmanns mbl.is voru mennirnir ekki vopnaðir haglabyssum heldur skammbyssum. Það hefur þó ekki fengist staðfest af lögreglu. 

UPPFÆRT 14.20:

Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, staðfestir það í samtali við mbl.is að mennirnir hafi komist undan með einhverja fjármuni, en ekki liggur fyrir hversu mikla. Lögregla er enn á staðnum og tekur skýrslur af þeim sem urðu vitni að ráninu. 

Útibúinu við Borgartún hefur nú verið lokað eftir að tveir …
Útibúinu við Borgartún hefur nú verið lokað eftir að tveir menn reyndu þar vopnað rán í dag. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans á staðnum.
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans á staðnum. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Starfsfólk útibúsins hefur nú fengið áfallahjálp.
Starfsfólk útibúsins hefur nú fengið áfallahjálp. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert