„Fólk horfir til plastefnanna“

Sérstök „spartunna“ er meðal nýjunga sem Reykjavíkurborg kynnir í sorphirðumálum nú eftir áramót. Tunnan er valkvæð og tekur helmingi minna magn af sorpi, en sú hefðbundna gráa, en að sögn Eygerðar Margrétardóttur hjá Reykjavíkurborg er markmiðið að minnka urðun blandaðs úrgangs og auka flokkun.

Í takt við þessar breytingar verða valkvæðar bláar og grænar tunnur hirtar oftar, en hin hefðbundna gráa tunna hirt sjaldnar. Samhliða þessu verða nokkrar verðbreytingar fyrir sorphirðuna, en kostnaður við bláu tunnuna fer í 8.500 krónur á ári, græna tunnan í 8.400 krónur á ári, en sú gráa lækkar lítillega í 21.300 krónur á ári. Kjósi íbúar aftur á móti spartunnuna lækkar kostnaður í 10.800 krónur árlega.

Við ræddum við Eygerði um breytingarnar sem nú standa til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert