Hærri gjöld, minni þjónusta

Sorphreinsunarmenn í Reykjavík eiga annríkt þessa dagana.
Sorphreinsunarmenn í Reykjavík eiga annríkt þessa dagana. mbl.is/Golli

Reykvíkingar hafa aldrei borgað jafnmikið fyrir hverja losun á sorpi og nú á nýju ári, að sögn Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

„Með því að fara úr losun á 10 daga fresti, á venjulegri svartri tunnu, í 14 daga er verið að skerða þjónustu um 29%. Jafnvel þó svo borgin lækki gjaldskrá um 1,4% er verið að hækka gjaldið á hverja losun úr 592 krónum í 817 krónur eða sem nemur 38% hækkun,“ segir Kjartan í Morgunblaðinu í dag.

Þá bendir hann á að hér áður fyrr hafi tunnur verið losaðar á sjö daga fresti. Þjónusta við þá sem nýta sér bláu tunnuna er skert lítillega en hún verður nú losuð á 21 dags fresti í stað 20 daga áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert