Herinn fær ekki lóð án endurgjalds

Herkastalann við Kirkjustræti.
Herkastalann við Kirkjustræti. mbl.is/Árni Sæberg

Reykjavíkurborg lítur svo á að skráð trúfélag, sem hefur haft lóð og húsnæði en selji það, eigi ekki kröfu á nýrri lóð endurgjaldslaust.

Þetta segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, en í Morgunblaðinu í gær kom fram að Hjálpræðisherinn hefði sótt um lóð í Sogamýri, á milli Markarinnar og lóðarinnar þar sem moska Félags múslima á að rísa. Hjálpræðisherinn, sem er skráð trúfélag, hyggst selja Herkastalann við Kirkjustræti og reisa hús í Sogamýri undir safnaðarmiðstöð og aðra starfsemi.

Frétt mbl.is: Herinn sækir um lóð við hlið moskunnar

Í framhaldi af fréttinni var Hjálmar spurður hvort Hjálpræðisherinn gæti sem trúfélag fengið nýja lóð endurgjaldslaust. Hann sagði almennu regluna þá að sveitarfélögum væri skylt að úthluta lóðum undir kirkjur þjóðkirkjunnar, án endurgjalds. Í kringum aldamótin 2000 hefði borgin markað þá stefnu, með vísan til jafnræðissjónarmiða, að gera ekki greinarmun á þjóðkirkjunni og öðrum trúfélögum vegna lóða undir tilbeiðsluhús.

Hjálmar segir að í krafti þessarar samþykktar hafi Reykjavíkurborg úthlutað lóðum til fjögurra trúfélaga; Félags múslima, Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Ásatrúarfélagsins og Búddistafélags Íslands. Þessi trúfélög hafi ekki átt lóð og eigið húsnæði en hið sama gildi ekki um Hjálpræðisherinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert