1.262.000 ferðamenn um Keflavíkurflugvöll

mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Samtals fóru um 70.900 erlendir ferðamenn frá landinu í desember samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 17.100 fleiri en í desember 2014. Nemur aukningin 31.9% á milli ára. Fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll var því um 1.262.000 síðasta ári en gera má ráð fyrir að tölurnar nái til 97% ferðamann sem hingað komu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ferðamálastofu en þar segir ennfremur að ótaldir séu þeir sem komu um aðra millilandaflugvelli og farþegar Norrænu en heildaruppgjöf fyrir árið muni liggja fyrir síðar í þessum mánuði. Þá kemur fram að 76% ferðamanna í desember hafi verið frá tíu löndum: Bretlandi, Bandaríkjunum, Kína, Þýskalandi, Japan, Danmörku, Frakklandi, Noregi og Kanada.

Nánar er fjallað um þetta á vefsíðu Ferðamálastofu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert