Dauður grindhvalur á Húsavík

Hræið er rúmir fjórir metrar á lengd.
Hræið er rúmir fjórir metrar á lengd. Ljósmynd/Hörður Jónasson

Dauður grindhvalur fannst við Húsavíkurslipp í gær. Svo virðist sem nokkur tími sé líðinn frá því að dýrið drapst en hræið er orðið úldið og farið að lykta. Hræið hefur vakið nokkra athygli bæjarbúa á Húsavík eftir að það fannst og njóta fuglarnir þess að kroppa í dýrið. 

Að sögn Harðar Jónassonar er hugsanlegt að hræið hafi verið í flæðarmálinu yfir hátíðarnar en þá var ekki unnið í slippnum. Slippurinn er í eigu hvalaskoðunarfélagsins Norðursiglingar. Hann segir dýrið hafa verið afar horað og þá virðist það vera með sár á annarri hliðinni.

Hræið er rúmir fjórir metrar á lengd. 

Grindhvalurinn liggur í flæðarmálinu.
Grindhvalurinn liggur í flæðarmálinu. Ljósmynd/Hörður Jónasson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert