Eldur kom upp í vélarrúmi skips Samskipa

Arnarfell skip Samskipa.
Arnarfell skip Samskipa. Ljósmynd/Samskip

Eldur kom upp í vélarrúmi Arnarfells, skips Samskipa, í kvöld en það var á siglingu á leið til Englands. Skipið var um 50 sjómílur frá höfninni í Immingham þegar atvikið átti sér stað. 

Á vef Samskipa segir að skipverjar hafi brugðist rétt við og að engan sakaði. Yfirvöld á Englandi voru upplýst um stöðu mála og fylgdist með framvindunni. Áhöfnin hafði ávallt stjórn á skipinu og tókst þeim að slökkva eldinn án utanaðkomandi aðstoðar.

Í fréttinni segir að tjónið verði metið við komuna til Immingham í fyrramálið og í framhaldi af því verði metið hvort frekari tafir verði á áætlun skipsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert