Jólin kvödd á þrettándanum

Þrettándinn á Húsavík í kvöld.
Þrettándinn á Húsavík í kvöld. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Jólin voru kvödd í kvöld á þrettándanum og þar á meðal á Húsavík og í Ólafsvík. Annars staðar, svo sem á Selfossi, í Reykjanesbæ og Reykjavík var hátíðarhöldum frestað vegna veðurs.

Húsvíkingar kvöddu jólin með þrettándagleði í hríðarmuggu síðdegis í dag. Að venju var blysför frá Íþróttahöllinni þaðan sem leið lá niður Búðarárgilið og í suðurfjöruna þar sem kveikt var í bálkesti.

Álfakóngur og drottning fóru fyrir göngunni og með þeim í för furðuverur nokkrar. Lagið var tekið við brennuna en Þrettándagleðinni lauk að venju með veglegri flugeldasýningu sem Kiwanis­klúbburinn Skjálfandi bauð upp á.

Þrettándabrennan var haldin nú í kvöld í Ólafsvík og var gengin skrúðganga frá Pakkhúsinu að Klifi þar sem brennan fór fram. Mátti sjá margar furðuverur meðal gesta sem létu ekki norðan vind á sig fá.

Grýla og Lepplúði voru þarna á samt sinum sínum jólasveinunum sem veittu börnum ómælda gleði og sungu með börnunum. Lionsklúbbur Ólafsvíkur var með glæsilega flugeldasýningu sem gladdi augu hinna fjölmörgu gesta.

Á þrettándanum er skemmtilegur siður Í Ólafsvík, þar sem börn klæða sig upp og ganga í hús að sníkja gott í gogginn, og er börnum allstaðar vel tekið.

Þrettándinn á h'usavík í kvöld.
Þrettándinn á h'usavík í kvöld. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Frá þrettándagleði í Ólafsvík í kvöld.
Frá þrettándagleði í Ólafsvík í kvöld. mbl.is/Alfons Finnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert