Óska eftir upplýsingum um gölluð handblys

Skotelda má selja fram til dagsins í dag.
Skotelda má selja fram til dagsins í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Neytendastofa óskar eftir upplýsingum og aðstoð vegna slysa sem urðu vegna handblysa um áramótin. Í fjölmiðlum hefur komið fram að alls hafi sjö börn slasast vegna handblysa og grunur er um að þau hafi verið gölluð.

Stofnunin þarf nánari upplýsingar um hvaða tegund handblysa sé um að ræða, sölustaði og annað sem getur komið að gagni við meðferð málsins. Skotelda má selja fram til dagsins í dag og því sérstaklega mikilvægt að upplýsingar um framangreind handblys berist Neytendastofu eins fljótt og unnt er.

Grunur um galla í handblysum

Nánar á vef Neytendastofu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert