Greiða hjólastólinn að fullu

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Drew Graham mun fá rafmagnshjólastól sinn greiddan að fullu af Icelandair.

Frá þessu greinir faðir Graham, Gary Graham, á Facebook síðu sinni þar sem hann segist hafa fengið góð viðbrögð frá framkvæmdastjóra Icelandair og yfirstjórn fyrirtækisins.

Hjólastóllinn brotnaði við fall þegar verið var að flytja hann um borð í vél flugfélagsins. Bauð Icelandair Graham upprunalega bætur upp á um 200 þúsund krónur en Graham sagði stólinn ónothæfan eftir fallið og fjögurra milljóna virði.

„Útkoma samræðna okkar hefur endað með því að fyrirtækið samþykkti án málamiðlana að greiða hjólastólinn að fullu,“ skrifar Gary Graham á Facebook. „Það var aldrei upprunaleg ætlun okkar að fara með þetta mál yfir á almennan vettvang, með gríðarlegum stuðningi ykkar allra þarna úti tókst okkur hinsvegar að ná til þeirra sem gátu leyst þetta mál. “

Gary segir fjölskylduna virða að það hafi verið gerð mistök, það eina hún hafi viljað var að Drew fengi nýjan stól í stað þess sem skemmdist.

„Við viljum þakka þeim þúsundum manna sem studdu málstað okkur og lýsa yfir þakklæti okkar í garð fólks frá Íslandi og öllum heiminum sem tóku þátt í málstaðnum. Eins og Drew segir oft „Aldrei gefast upp, aldrei leggja árar í bát.“,“


We want to thank the thousands of people who supported our cause and extend our gratitude to the people from Iceland and worldwide who joined the cause.
As Drew often says. " Never give up , Never surrender ! "

 

Further to my recent posting on Facebook regarding the on going situation with my son Drew's wheelchair.We are pleased...

Posted by Gary Graham on Thursday, January 7, 2016

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert