Skiptir ekki um skoðun

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki ætla að skipta skoðun og hætta þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna Úkraínudeilunnar. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV en Gunnar Bragi var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Ísland er í hópi um 40 vestrænna ríkja sem taka þátt í refsiaðgerðunum gegn Rússlandi vegna brota Rússa á fullveldi Úkraínu. Rússar settu innflutningsbann á íslenskar vörur um miðjan ágúst í fyrra og telja útgerðarmenn að tapið vegna þess nemi allt að tólf milljörðum króna, segir í frétt RÚV.

„Menn geta gert hvað sem þeir vilja varðandi mig, ég mun ekki skipta um skoðun í þessu máli því það er rangt að hverfa frá þessum þvingunum fyrir þessa milljarða sem þarna eru,“ segir Gunnar Bragi og vísar til þess taps sem útgerðin er sögð hafa orðið fyrir vegna þvingana sem Rússar hafa beitt Ísland á móti frá því í ágúst. Tapið sé hinsvegar mun minna en talið var í upphafi þegar talað hafi verið um að tapið yrði um 37 milljarðar.

Hér er hægt að lesa frétt RÚV í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert