65 milljónir fyrir íbúðarlóð

Vesturgata 24.
Vesturgata 24.

Byggingarlóð á Vesturgötu í Reykjavík, sem er í eigu eignarhaldsfélagsins Norma, er nú til sölu fyrir 65 milljónir króna. Um er að ræða 350 fermetra eignarlóð.

Fram kemur í auglýsingu að gert sé ráð fyrir að hægt verði að byggja tvær til fjórar íbúðir á lóðinni.

Það þýðir að ef byggðar verða tvær íbúðir verður lóðarverðið 32,5 milljónir á íbúð og 16,25 milljónir á íbúð ef byggðar verða fjórar íbúðir, að því er fram kemur í umfjöllun um lóðina í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemd birt klukkan 10.15, föstudaginn 8. janúar:

Eigendur lóðarinnar vilja koma því á framfæri að lóðin hafi verið auglýst án þeirra vitneskju. Búið sé að draga auglýsinguna til baka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert