Fær gögnin eftir helgi

Lögreglustöðin Hverfisgötu.
Lögreglustöðin Hverfisgötu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögmaður lögreglumannsins sem var handtekinn fyrir áramót vegna meintra brota í starfi segist vonast til þess að fá gögn málsins afhent frá saksóknara á mánudag. Til stóð að það gerðist í dag en af því verður ekki. Lögreglumaðurinn er sakaður um að hafa lekið upplýsingum.

Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður lögreglumannsins, segist ekki hafa fengið gögnin í dag en hann vonist til að það gerist strax á mánudagsmorgun. Hann hafi ekki ástæðu til að ætla annað en að hann fái aðgang að öllum rannsóknargögnunum.

Í fjölmiðlum hefur komið fram að lögreglumaðurinn sé grunaður um að hafa lekið upplýsingum, jafnvel gegn greiðslu, en hann starfaði fyrir fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur staðfest að hann sé grunaður um mjög alvarleg brot í starfi.

Samkvæmt heimildum mbl.is liggur allt að sex ára fangelsi við þeim brotum sem lögreglumaðurinn er sakaður um að hafa framið í starfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert