Kviknaði hugsanlega vegna flugelda

Frá sinueldinum í kvöld.
Frá sinueldinum í kvöld. Ljósmynd/Þóra Sif

Sinueldur við Borgarholtsskóla í Reykjavík sem tilkynnt var um í kvöld hefur verið slökktur samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið sem brann er fyrir norðan skólann og brunnu um 600 fermetrar.

Nokkuð hvasst var sem tafði fyrir slökkvistarfi en greiðlega gekk annars að slökkva eldinn. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang. Hugsanlegt er talið að eldurinn hafi komið upp vegna flugelda en það hefur ekki verið staðfest.

Frétt mbl.is: Sinueldur við Borgarholtsskóla

Ljósmynd/Þóra Sif
Ljósmynd/Þóra Sif
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert