Mikill vöxtur í fiskvinnslu á Seyðisfirði

Gullver NS. Fleiri skip lönduðu afla á Seyðisfirði í fyrra …
Gullver NS. Fleiri skip lönduðu afla á Seyðisfirði í fyrra heldur en áður. Ljósmynd/Ómar Bogason

Mikill vöxtur var í fiskvinnslu á Seyðisfirði á liðnu ári og jókst móttekið hráefni um 83,2% miðað við árið á undan.

Á árinu 2015 tók fiskvinnslan þar á móti 3.384 tonnum til vinnslu á meðan móttekið hráefni nam 1.847 tonnum á árinu 2014, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi umsvif í  Morgunblaðinu í dag.

Síldarvinnslan hf. festi kaup á fiskvinnslustöðinni á Seyðisfirði og togaranum Gullveri í lok árs 2014 og dótturfélagið Gullberg hefur síðan annast reksturinn. Aflinn sem barst til fiskvinnslustöðvarinnar á síðasta ári kom frá Gullveri NS, um 1.800 tonn, frá Bjarti NK, um 750 tonn, frá skipum Samherja, um 500 tonn, og frá skipum Bergs-Hugins, um 300 tonn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert