Heilsa lakari úti á landi

Sigríður Haraldsdóttir varði doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum sem fjallar um …
Sigríður Haraldsdóttir varði doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum sem fjallar um mun á heilsu eftir búsetu við Háskóla Íslands í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ýmsar vísbendingar eru um að heilsa fólks sé lakari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og vísbendingar eru um mögulegar vangreiningar á sjúkdómum á meðgöngu utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er dánartíðni lítilsháttar hærri vegna hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í doktorsritgerð Sigríðar Haraldsdóttur í lýðheilsuvísindum sem nefnist: Heilsa í heimabyggð – Heilsufar og notkun heilbrigðisþjónustu eftir búsetusvæðum á Íslandi og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. Doktorsvörnin fór fram við Háskóla Íslands í gær. Til þess að vinna gegn svæðisbundnum mun á heilsu þarf að styrkja heilsugæslu og ekki síður aðgengi að sérfræðiþjónustu utan höfuðborgarsvæðisins.

Leiðir til þess eru meðal annars að nýta kerfisbundið möguleika til fjarheilbrigðisþjónustu og að Landspítalinn, sem er þjóðarsjúkrahúsið, gegni enn meira hlutverki í því að styðja við heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert