Hringdi ítrekað í Neyðarlínuna

112 er númer Neyðarlínunnar.
112 er númer Neyðarlínunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Laust fyrir miðnætti í nótt handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ölvaðan mann í Kópavogi.  Maðurinn hafði ítrekað hringt í Neyðarlínu og fleiri neyðarnúmer. 

Maðurinn var ekki viðræðuhæfur er hann var handtekinn og því vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagaðist.

Um kl. 3 í nótt barst lögreglunni tilkynning um yfirstandandi innbrot á heimili í Kópavogi.  Dökkklædd manneskja var búin að brjóta rúðu og hafði farið inn. 

Er lögregla kom á vettvang kom í ljós að húsráðandi, sem er ung kona, hafði gleymt lyklum af íbúðinni og brotið sér leið inn. 

Konan var skorin á hendi og var henni ekið á slysadeild til aðhlynningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert