Kári Stefánsson í jötunmóð

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson. mbl.is/Kristinn

Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, var heitt í hamsi í ræðu sem hann flutti á fundi á vegum Pírata í dag þar sem rætt var um Landspítalann. Lagði hann áherslu á mikilvægi þess að huga að innviðum spítalans en staðsetning hans skipti hins vegar engu máli.

„Ég held því fram að markmiðið, verkefnið fyrir okkur, verkefnið fyrir Pírata, sem eru þessi ferski vindur í íslenskum stjórnmálum, verkefni þeirra er að sjá til þess að við fjárfestum almennilega í heilbrigðisþjónustu. Og það skiptir engu fokking máli hvar svona andskotans spítali er reistur. Það er aukaatriði. Hvernig vogið þið ykkur að gera það að deilumáli núna hvar spítalinn er reistur. Give me a fucking chance,“ sagði hann. Aðalatriðið væri fjármögnun rekstursins.

Eftir að hafa flutt framsögu sína yfirgaf Kári fundinn með þeim orðum að hann væri svekktur og reiður hann væri yfir umræðum um þessi mál. Meðal framsögumanna var fulltrúi samtakanna Betri spítali á betri stað sem talað hafa fyrir því að nýr Landspítali verði reistur á öðrum stað en við Hringbraut. Þar voru einnig fulltrúar Nýja Landspítalans ohf. sem eru öndverðrar skoðunar.

„Þetta voru mjög spennandi umræður sem hefðu getað staðið endalaust. Þarna er auðvitað á ferðinni stórt málefni sem við vorum að reyna að tækla. En við reyndum bara að fá fram sem flest sjónarmið og ég held að það hafi tekist mjög vel. Það mun nýtast okkur vel í þeirri málefnavinnu sem við erum að fara í,“ segir Olga Cilia, ritari framkvæmdaráðs Pírata og fundarstjóri fundarins, í samtali við mbl.is. Umræðurnar á fundinum hafi verið góðar og gagnlegar.

ÞAÐ SEM KÁRI SAGÐI. Takk.

Posted by Sara Oskarsson on Saturday, January 9, 2016
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert