Tröllabróðir landsliðsþjálfarans

Álfaherinn marseraði kátur framhjá björgunarsveitinni.
Álfaherinn marseraði kátur framhjá björgunarsveitinni. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Það var margt um manninn á þrettándafögnuði í Vestmannaeyjum í kvöld.

Um dagin hafði farið fram tröllagleði í íþróttamiðstöðinni þar sem ýmsar sérkennilegar skepnur létu sjá sig en þær létu sig heldur ekki vanta við brennuna og hvað þá á flugeldasýninguna.

Ein þessara furðuvera var tröllabróðir Heimis Hallgrímssonar, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og eyjamanns sem hefur vonandi tekið tröllslegri eftirmynd sinni vel eins og aðrir gestir áramótabrennunnar.

Sæmilega rættist úr veðri en ljósmyndarinn Óskar Pétur Friðriksson hafði þó á orði við mbl.is að ótrúlegt hefði þó verið hversu margir mættu enda var næðingur og hiti í kringum þrjár gráður. Segir hann fólk þó hafa klætt sig vel og skemmt sér eins og hægt var.

Tröllaútgáfan af Heimi Hallgrímssyni mætti á svæðið.
Tröllaútgáfan af Heimi Hallgrímssyni mætti á svæðið. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert