Afhenti Vestmannaeyjabæ Sigmundssafnið

Frá sýningu á verkum Sigmund í Borgarleikhúsinu.
Frá sýningu á verkum Sigmund í Borgarleikhúsinu. Kristinn Ingvarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugssson afhenti í dag Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæja,r formlega safn myndverka eftir Sigmund J. Baldvinsen, fv. skopmyndateiknara Morgunblaðsins, en ríkið eignaðist það á sínum tíma.

„Sigmund er einn af fremstu listamönnum þjóðarinnar og tvímælalaust meðal fremstu listamanna Vestmannaeyja þó að þetta listform, karakterteikningar og spéspegill, hafi ekki sömu viðurkenningu og mörg önnur listform þá er það engu að síður mjög merkilegt,“ sagði Elliði í samtali við mbl.is.

Elliði sagði það mikilvægt að safninu væri nú fundið heimili í Eyjum, en næsta verk verður að koma því yfir á stafrænt form og gera það aðgengilegt almenningi á netinu. Stærsti hluti verkanna birtist landsmönnum á síðum Morgunblaðsins og segir Elliði ætlunina að gera almenningi það áfram aðgengilegt á heimilum sínum, eins og það birtist upprunalega.

„Við erum aðallega með til skoðunar að sýningin verði rafræn en þar til viðbótar verða tímabundnar sýningar á því,“ sagði Elliði.

Sigmund lést árið 2012 en hann bjó lengst af í Vestmannaeyjum.

Síða með myndum Sigmund

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert