Skafrenningur á Fjarðarheiði

Frá Fjarðarheiði.
Frá Fjarðarheiði. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Vegir eru mikið auðir á Suðurlandi þótt hálka eða hálkublettir séu á fáeinum stöðum, einkum á útvegum. Hálkublettir eru á Mosfellsheiði en flughált á Grafningsvegi efri, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Nokkur hálka er á fjallvegum á Vesturlandi og á sumum fáfarnari vegum en aðalleiðir á láglendi eru mikið til auðar.

Veðurvefur mbl.is.

Á Vestfjörðum eru víðast hvar aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg autt. Þó er hálka á fáeinum köflum, einkum á heiðum. Á Ströndum er flughált á Bjarnarfjarðarhálsi og norður í Gjögur.

Aðalleiðir í Húnavatnssýslum og Skagafirði eru að heita má greiðfærar en nokkur hálka er þó á sumum sveitavegum. Hálka er á Öxnadalsheiði en á Norðurlandi eystra er víða hálka. Éljagangur og snjóþekja er með norðausturströndinni.

Hálka eða jafnvel snjóþekja er allvíða á Austur- og Suðausturlandi en þar er sumstaðar éljagangur. Snjóþekja og skafrenningur er á Fjarðarheiði og má búast við þæfingsfærð þar, þ.e.a.s. að færð þar verði erfið fólksbílum er líður á kvöldið.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát á Meleyri við Breiðdalsvík vegna skemmda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert