Segir forgangsröðun ranga

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalag Íslands
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalag Íslands mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta má skýra að hluta til með því að ríkisstjórninni hefur ekki tekist að virkja fólk nægilega vel,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, aðspurð hvaða skýringar kunni að liggja að baki því að aðeins einu sinni áður en á árinu í fyrra hafi fleiri verið úrskurðaðir öryrkjar í sögu landsins, þegar tæplega 1.500 manns fengu úrskurð um 75% örorkumat.

Hún telur ranga forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á fjármunum kunna að vera eina skýringu sem liggi að baki. „Það er velsæld og afgangur á ríkissjóði. Það þarf að nota fjármunina til að treysta innviði samfélagsins, til að byggja upp félagslega kerfið, heilbrigðiskerfið og verja mannréttindi,“ segir Ellen og bætir við að henni þyki fjölgunin mjög miður, enda hafi ÖBÍ „engan hag af fjölgun í hópi öryrkja“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert