Styttist í komu flóttafólksins

Flóttabörn frá Sýrlandi
Flóttabörn frá Sýrlandi AFP

Rúm vika er nú í að hópur flóttafólks frá Sýrlandi komi til landsins. Til stóð að 55 flóttamenn kæmu hingað 19. janúar og settust að í Hafnarfirði, Kópavogi og á Akureyri. Nú er ljóst að ekki munu allir þeirra koma þá af ýmsum ástæðum.

Um er að ræða tíu fjölskyldur, sem undanfarið hafa dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon. Fjórar þeirra munu setjast að á Akureyri, þrjár í Kópavogi og þrjár í Hafnarfirði. Tvær af fjölskyldunum, sem tekið verður á móti í Kópavogi koma þann 19., en ekki er ljóst hvenær sú þriðja kemur. Allar fjölskyldurnar þrjár sem fyrirhugað er að setjist að í Hafnarfirði koma síðar en áætlað var.

Þessa dagana vinna sjálfboðaliðar Rauða krossins að því að innrétta íbúðir fyrir tilvonandi íbúa. Reynt er að gera þær eins heimilislegar og kostur er á og hafa átakið Kæra Eygló og söfnun í byrjun desember gert Rauða krossinum kleift að búa íbúðirnar betur en ella.

 Áætlað var að þrjár sýrlenskar fjölskyldur, alls 17 manns, kæmu til Hafnarfjarðar þann 19. janúar. Koma þeirra mun frestast vegna þess að ein konan í hópnum er barnshafandi og ekki ferðafær á þessum tíma, en þeirra er líklega að vænta innan nokkurra vikna og þá verða 18 í hópnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert