Reynir hverfur úr eigendahóp DV

Reynir Traustason hefur selt hlut sinn í DV.
Reynir Traustason hefur selt hlut sinn í DV. mbl.is/Ómar Óskarsson

Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, er horfinn úr eigendahóp fjölmiðilsins. Frá þessu greindi Reynir á Facebook í dag. Kjarninn segir frá því að upplýsingar um eignarhald DV á vefsíðu Fjölmiðlanefndar voru uppfærðar í dag og er Pressan ehf. nú skráður eigandi 84,23% hlutar en félagið átti áður um 70% í miðlinum.

Samkvæmt Kjarnanum sendi Pressan bréf til smærri hluthafa fyrir helgi þar sem þeim var boðið að selja hluti sína á genginu 0,5. Hlutafé í DV er sem stendur 155,3 milljónir króna en verðmat miðað við tilboðið 78 milljónir króna.

Í bréfinu er einnig sagt frá því að stjórn DV ehf. hafi ákveðið að auka hlutafé sitt í félaginu um allt að 60 milljónir króna.

Þegar DV var yfirtekið af þeim Sigurði G. Guðjónssyni og Þorsteini Guðnasyni, umboðsmanni Gísla Guðmundssonar í B&L, var...

Posted by Reynir Traustason on Tuesday, 12 January 2016

Af vefsíðu Fjölmiðlanefndar:

Eigendur DV ehf:
Pressan ehf., 84,23%
Guðberg ehf.,  í eigu Berglindar Jónsdóttur o.fl., 7,09%
Gagnsæi ehf., í eigu Arev hf.,  4,98%
Meiriháttar ehf, í eigu Sigurdórs Sigurðssonar, 1,10%
Lilja Skaftadóttir, 0,98%
VB bakki ehf., í eigu Þórunnar Guðmundsdóttur, 0,45%
Gísli Jónsson, 0,45%
Hrafn Margeirsson, 0,30%
Elín Guðný Hlöðversdóttir 0,14%
Kolfinna Hagalín Hlöðversdóttir 0,14%
María Peta Hlöðversdóttir 0,14%

Eignarhald Pressunnar ehf:
Kringluturninn, 28%, eigendur Björn Ingi Hrafnsson, 50%, og Arnar Ægisson, 50%
AB 11 ehf., 11,15%, eigendur Björn Ingi Hrafnsson, 50%, og Arnar Ægisson, 50%
Tryggvi Geir ehf., 18%, eigandi Þorsteinn Guðnason
Dr. Jón Óttar Ragnarsson, 11%
Sigurður G. Guðjónsson hrl., 10%
Steinn Kári Ragnarsson framkvæmdastjóri, 10%
Jakob Hrafnsson framkvæmdastjóri, 8%

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert