Þökkuðu stuðninginn frá þjóðinni

Albönsku fjölskyldurnar við komuna til landsins.
Albönsku fjölskyldurnar við komuna til landsins. mbl.is/Styrmir Kári

„Þetta er svakalega flott, alveg meiriháttar - allir svo ánægðir og kátir,“ segir Hermann Ragnarsson sem undirbúið hefur komur albönsku fjölskyldnanna til landsins í samtali við mbl.is. Þær lentu í Keflavík fyrir stundu. Fjölskyldurnar eru nú á leið frá Keflavíkurflugvelli upp á hótel þar sem þær munu dvelja fyrstu dagana.

Blaðamaður Morgunblaðsins var á vettvangi og segir stemninguna hafa verið magnaða við komu fjölskyldnanna í Keflavík. „Þau eru ánægð með að vera komin aftur – það sást vel á þeim.“ Fjölskyldurnar þökkuðu þann stuðning sem þær hafa fengið frá íslensku þjóðinni en á honum áttu þau engan veginn von. Þá eru börnin spennt fyrir að byrja aftur í leikskólanum og hitta aftur vini sína.

Frétt mbl.is - Koma til landsins á morgun 

Frétt mbl.is - Styttist í komu flóttafólksins

Frétt mbl.is - Albanarnir fá ríkisborgararétt 

Frétt mbl.is - „Ég stend ekki þegjandi hjá“

Frétt mbl.is - Flutt úr landi í skjóli nætur 

Fagnað við komuna til landsins.
Fagnað við komuna til landsins. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert