Bíða í 120 daga á spítalanum

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Eggert

Meðalbiðtími aldraðra eftir færni- og heilsumati á Landspítalanum er 52 dagar. Meðallegutími þeirra meðan beðið er eftir viðeigandi úrræðum, sem geta t.d. verið dvöl á hjúkrunarheimili, er 68 dagar. Samtals eru þetta um fjórir mánuðir.

Aldraðir og langveikir í þessum sporum liggja í um 19% þeirra sjúkrarúma sem eru á spítalanum. Undanfarið hefur verið fjallað um mikið álag á Landspítalanum og að þar liggi sjúklingar á göngum og í skoðunarherbergjum.

Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir að þetta ástand sé að hluta til árstíðabundið. Það sé m.a. tilkomið vegna hálkuslysa og veirusýkinga eins og nóró-sýkingar og inflúensu. Inflúensan sé ekki komin af fullum þunga, en þegar það gerist muni rúmum fækka enn frekar því breyta þarf fjölbýlum í einbýli til að einangra sjúklinga.

Velferðarráðuneytið vinnur nú að greiningu vandans í samráði við spítalann. Meðal leiða sem skoðaðar hafa verið er að opna fleiri biðdeildir fyrir aldraða.

Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum
Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert