Stöðutákn að vera vopnaður

Almenningur og lögregla getur lent á milli í átökum afbrotamanna ...
Almenningur og lögregla getur lent á milli í átökum afbrotamanna eins og orðið hefur raunin annars staðar á Norðurlöndunum, að því er segir í svari ráðherra. mbl.is/Eggert

Síðasta áratug hafa afbrotahópar hérlendis vopnast, en á árunum 2010 til nóvember 2015 voru 100 skotvopn tilkynnt stolin og lögreglan lagði hald á alls 784 skotvopn. Lögreglan hefur orðið þess áskynja að afbrotamenn líti á það sem stöðutákn að vera vopnaðir.

Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um skotvopnavæðingu almennra lögreglumanna.

Fyrirspurnin er í sjö liðum og í einum þeirra spyr Bjarkey, hvort áhættumat hafi farið fram vegna ákvörðunar um að koma vopnabúri fyrir í lögreglubifreiðum sem notaðar séu til almennrar löggæslu, t.d. með tilliti til þess hvort ráðstöfunin auki líkur á því að afbrotamenn vopnist.

Í svarinu segir m.a., að á síðustu árum hafi komið upp tilfelli þar sem afbrotamenn hafi beitt skotvopnum hver gegn öðrum. Þeir hafi ekki enn beitt skotvopnum gegn lögreglu í slíkum tilfellum. Þess beri þó að geta að komið hafa upp tilfelli þar sem skotið hafi verið að lögreglumönnum við störf sín.

Brotamenn vopnast fyrst og fremst gegn hver öðrum

„Margvíslegar ástæður geta verið fyrir því að afbrotamenn vopnist. Brotamenn vopnast fyrst og fremst gegn hver öðrum, ýmist til þess að verja sig eða til þess að ná völdum. Eins hefur lögregla orðið þess áskynja að afbrotamenn líti á það sem stöðutákn að vera vopnaðir. Almenningur og lögregla getur lent á milli í átökum afbrotamanna eins og orðið hefur raunin annars staðar á Norðurlöndunum,“ segir í svarinu.

„Einnig er um það að ræða að afbrotamenn nota vopn við afbrot, svo sem rán, þar sem vopnið er notað til að ógna, eða að vopn sé notað til manndráps. Í ýmsum tilvikum getur einnig komið til þess að afbrotamenn noti vopn í þeim tilgangi að verjast lögreglu en þó er slíkt ekki algilt því oftast tekst lögreglu að leysa slík mál með samningatækni. Í slíkum tilfellum skiptir öllu að lögreglumenn séu vopnaðir til þess að ná árangri með samningatækni,“ segir ennfremur í svarinu. 

Ekki verið að auka heimildir lögreglu til að vopnast

Í svari ráðherra kemur ennfremur fram, að ekki standi til að breyta því fyrirkomulagi sem verið hafi að almennir lögreglumenn séu óvopnaðir við dagleg störf né sé verið að auka heimildir lögreglu til að vopnast frá því sem nú er samkvæmt reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna frá 22. febrúar 1999. Lögreglan sé  því ekki að vopnast umfram það sem verið hefur.

Bent er á, að í sérstökum tilvikum og að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra sé heimilt að skotvopnum verði komið fyrir í læstum hirslum í lögreglubifreiðum. Byggist slíkt á mati lögreglustjóra að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra að þörf sé á slíku, m.a. í því skyni að stytta viðbragðstíma lögreglu komi til alvarlegra vopnamála.

Þau vopn sem verða geymd í slíkum hirslum eru 9 mm skammbyssur af gerðinni Glock.

Þá segir í svarinu, að misjafnt sé hvort vopn séu að staðaldri geymd í lögreglubifreiðum. Fyrir utan bifreiðar sér­sveitar ríkislögreglustjóra séu 18 lögreglubifreiðar búnar skotvopnum í læstum vopnaskápum. Vopnaskápar séu þó í fleiri bifreiðum. Bifreiðarnar eru hjá lögreglustjórunum á Suðurnesjum, höfuð­borgar­svæðinu, Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurlandi. Kostn­aður við nýja teg­und vopnaskápa með ísetningu er um 225 þúsund kr. á bifreið.

9 mm Glock skambyssur eru mjög öflugar.
9 mm Glock skambyssur eru mjög öflugar.
mbl.is

Innlent »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »

Kveðst hafa haft samráð við AFL

17:03 Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku. Meira »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »

„Vatnar út umsamdar launahækkanir“

14:54 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, telur fréttirnar af breytingum á samningum starfsmanna hjá Fiskeldi Austfjarða ehf. setja kjarasamningana í uppnám. Meira »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Ræða við foreldra ungmennanna

13:55 Ráðist var á ungan pilt af erlendum uppruna við verslunarkjarnann í Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kannast lögreglan við málið og verður rætt við hlutaðeigandi foreldra og barnaverndaryfirvöld í dag og á morgun vegna þessa. Meira »

Segir íbúum haldið í gíslingu

12:37 Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Meira »

Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...