Gagnrýnir nýtinguna á LSH

Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta er sóun,“ segir Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara (LEB), um þá frétt sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, að um 100 aldraðir einstaklingar með gilt færni- og heilsumat bíði á Landspítalanum eftir plássi á hjúkrunarheimilum.

Auk þeirra liggja á spítalanum um 30 aldraðir einstaklingar á bráðalegudeildum, sem bíða eftir öðrum úrræðum eins og t.d. hvíldarinnlögn eða endurhæfingu, sem þeir komast ekki í því þar liggja sjúklingar sem bíða eftir öðrum úrræðum. Kæmist allt þetta fólk í þau úrræði sem það þarf á að halda, væri hægt að útskrifa sjúklinga úr um 19% sjúkrarúma, en á spítalanum eru tæplega 700 rúm. Haukur segir að þetta ástand sé sóun frá fleiru en einu sjónarmiði séð.

„Meginhlutverk Landpítalans er að lækna sjúkt fólk og rekstrarkostnaður á hvert rúm á spítalanum er þar af leiðandi mun hærri en á hjúkrunarheimilum en einnig dregur þetta úr aðstöðu og getu spítalans til að lækna sjúka,“ segir Haukur.

Haukur segir að vonandi hefjist bygging þriggja nýrra hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári, auk þess sem stjórnvöld leiti leiða til að nota önnur úrræði fyrir þá sem bíða eftir hjúkrunarheimili, svo sem á Vífilsstöðum og heilbrigðisstofnunum nálægt höfuðborgarsvæðinu.

Bíða í 120 daga á spítalanum

Haukur Ingibergsson
Haukur Ingibergsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert