Útlitið kemur seint í ljós

Höfundur: PK arkitektar
Höfundur: PK arkitektar

Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, segist vera mjög ósammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, um að fyrirhugað Hafnartorg sé skipulagsslys.

„Ég tel að þessi húsagerð falli ágætlega að þeim húsum sem eru við hafnarsvæðið. Það er nefnilega reginmunur á hinum fíngerða skala í Hafnarstræti og svo úti á hafnarsvæðinu sjálfu,“ segir Hjálmar.

„Ég hef lagt áherslu á að þegar allt hefur verið samþykkt og framkvæmdir eru að hefjast sé kynnt á byggingarstað hvað á að byggja, hverjir eru að byggja og hvenær verklok eru. Ég tel að við séum ekki nógu góð í þessu... Hvað varðar það sem Sigmundur Davíð segir að öðru leyti er málið aðeins flókið að því leyti að endanlegt útlit húsa kemur ekki í ljós fyrr en seint í ferlinu.

Það er byrjað að skipuleggja reitinn og síðan snýst þetta um hvers konar starfsemi þar á að vera, hvert byggingarmagnið eigi að vera, hvort þar er bílakjallari eða ekki, hvernig húsin eru notuð, hvernig þau standa við göturnar, og svo framvegis. Þetta er hin eiginlega skipulagsvinna sem er hlutverk umhverfis- og skipulagsnefndar. Útlitið, hið endanlega útlit, kemur ekki fyrr en mjög seint í ferlinu. Við sem erum í ráðinu sjáum ekki hið endanlega útlit fyrr en mjög seint.“

Vandmeðfarið mál

Þannig að þið hafið lítinn tíma til að gera athugasemdir við útlitið?

„Já, það er út af fyrir sig rétt. Þá kemur á móti að það er dálítið vandmeðferðið mál að taka ákvarðanir um útlit og stíl á húsum. Smekkur manna er enda mjög misjafn. Við sem erum í umhverfis- og skipulagsráði erum alls ekki alltaf sammála um hvað sé flott og hvað ekki. Strangt til tekið er okkur ekki ætlað að taka fagurfræðilegar ákvarðanir, heldur eingöngu skipulagslegar ákvarðanir, sem lúta að umfangi, byggingarmassa og notkun.

Það hefur hins vegar komið fyrir að hús líta ekki eins vel út og við töldum að þau myndu gera,“ segir Hjálmar og rifjar upp stofnun fagrýnihóps arkitekta í maí 2014 sem á að meta fagurfræðilegt gildi húsa.

Í viðtali við Morgunblaðið segir Hjálmar að haldin hafi verið samkeppni 2001 um þetta svæði(Hafnartorgsreitinn). Henni var ætlað að leiða fram skipulag til þess að efla hafnar- og miðborgarsvæðið. Síðan var gert rammaskipulag 2004 og deiliskipulag 2006.

„ Eitt af því sem kom út úr því var Harpa. Það má því segja að í mörg ár hefur verið ljóst að það hefur verið vilji til þess að byggja þarna upp heilmikið byggingarmagn – og það er ekki langt síðan. Þegar ríki og borg selja þessar lóðir vilja bæði ríki og borg fá eins hátt verð fyrir þær og mögulegt er, eins og vonlegt er, af því að það vantar peninga í sjóði ríkis og borgar. Það hefði sennilega ekki mælst vel fyrir ef þetta hefði selst á einhverju tombóluverði,“ segir Hjálmar enn fremur í viðtalinu.

Verktakar sýni teikningar fyrr 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert