Látinn laus eftir gæsluvarðhald

Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum, sem Hæstiréttur Íslands staðfesti, átti að renna …
Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum, sem Hæstiréttur Íslands staðfesti, átti að renna út í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna grunsemda um óeðlileg samskipti við lögreglumann var látinn laus í fyrradag.

Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari við mbl.is.

Maðurinn var handtekinn 7. janúar og átti gæsluvarðahaldsúrskurðurinn að renna út í dag.

Lögreglumaðurinn hafði áður verið handtekinn rétt fyrir áramót en var látinn laus fyrir síðustu helgi, degi áður en gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rann út.  

Frétt mbl.is: Gæsluvarðhald staðfest í upptökumáli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert