Saksóknari ætti að fræða sænska ríkið

Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari. Myndin er tekin við dómshald í öðru ...
Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari. Myndin er tekin við dómshald í öðru sakamáli sem flutt var fyrr á þessu ári, svokölluðu Marple-máli. mbl.is/Eggert

Saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans hefur komist að nýju lögmáli í markaðsviðskiptum og ætti að fræða sænska ríkið og íslenska fjárfestingafélagið Hagamel um hvernig hægt sé að selja stóran hluta hlutabréfa í ákveðnu félagi á opnum markaði án þess að það hafi áhrif á markaðsverð félagsins. Þetta sagði Reimar Pétursson, verjandi Sindra Sveinssonar, eins hinna ákærðu í málinu.

Segja útreikninga ákæruvaldsins gallaða

Í málflutningsræðu sinni fór Reimar yfir ýmsar ástæður þess að Hæstiréttur ætti að staðfesta dóm héraðsdóms þar sem Sindri var sýknaður. Eins og aðrir verjendur í málinu gagnrýndi hann tölulega framsetningu ákæruvaldsins í  málinu, en ákæruvaldið lagði meðal annars fram mikið magn gagna sem sýndu sölu og kaup á hlutabréfum sem bankinn átti viðskipti með sjálfur.

Sagði Reimar eins og fleiri verjendur að þarna væri horft framhjá stórum hluta viðskiptanna sem áttu sér stað utanþings, en gögnin ná bara til paraðra viðskipta í kauphöllinni. Sagði hann útreikninga út frá þessu því vera gallaða.

Vísað í Nató-mótmælin 1949

Þá tók hann fram að dómurinn yrði að skoða mál hvers og eins hinna ákærðu í málinu og vísaði til dóms í svokölluðu Nató-máli frá 1950, en þar voru 24 menn kærðir fyrir þátttöku í óeirðum vegna mótmælanna við Alþingishúsið árið 1949 þegar tilkynnt var um aðild Íslands að Nató. Sagði Reimar að í þeim dómi hefði dómstóll tekið þátt hvers og eins og greint hann og komist svo að niðurstöðu fyrir hvern og einn, en ekki dæmt þá sem hóp. Þetta þyrfti líka að gera í þessu máli.

Reimar Pétursson, verjandi Sindra.
Reimar Pétursson, verjandi Sindra. mbl.is/Árni Sæberg

Sænska ríkið og Hagamelur

Reimar rifjaði svo upp orð ákæruvaldsins um að einfalt væri að selja stóra hluti í félögum í pöruðum viðskiptum og fá fullt verð með því. Sagði Reimar að þetta væri mjög áhugavert í ljósi þess sem væri almenn þekking á markaði hingað til. Þá sagði hann að saksóknari ætti væntanlega að fræða félagið Hagamel og sænska ríkið um þetta nýja lögmál. Benti hann á að sænska ríkið hefði nýlega selt stóran hlut í Nordea bank og hafi þurft að gefa 7% afslátt þar sem mikið magn bréfa væri að fara á markað á sama tíma. Þá hafi íslenska félagið Hagamelur þurft að gefa 2,5% afslátt af verði Haga þegar þeir seldu stóran eignarhlut sinn í félaginu.

Rifjaði Reimar upp að í framhaldi af þessum sölum hafi hlutabréfaverð bankans og Haga lækkað talsvert. Það væri því ekkert furðulegt að bankinn hafi átt í viðskiptum utanþings þegar um stærri kaup eða sölur var að ræða, rétt eins og margir aðrir aðilar á markaði gera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Borgaraleg stjórn í Súdan eftir 3 ár

08:52 Stríðandi fylkingar í Súdan skrifuðu í morgun undir samkomulag sem miðar að því að borgaralegri stjórn verði komið á í landinu eftir rúmlega þrjú ár. Meira »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »

Eldur í rusli við Álfhólsskóla

06:31 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum við Álfhólsskóla í Kópavogi um miðnætti í gær.   Meira »

Beittu táragasi gegn lögreglu

06:05 Tveir eru í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að táragasi var beitt gegn lögreglumönnum er þeir framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Meira »

Skógræktin vill vita af skaðvöldum

05:30 „Birkikemba virðist vera í blússandi uppsiglingu, sérstaklega á suðvesturhorninu,“ sagði Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá. Meira »

Áhyggjur af stöðunni

05:30 Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað. Meira »

Öryggi ábótavant í kirkjum landsins

05:30 Öryggi kirkna og kirkjugripa á Íslandi er ábótavant að mati Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann segir hættu á að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjum, enda hafi það gerst. Meira »

Andlát: Þorsteinn Ingi Sigfússon

05:30 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí, 65 ára að aldri. Meira »

Geta opnað leiðina til Asíu

05:30 Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu. Meira »

Var söluhæsti leikur í heimi í meira en ár

05:30 Tölvuleikurinn The Machines, sem íslensk-kínverska tölvuleikjafyrirtækið Directive Games þróaði og gaf út árið 2017, var í eitt og hálft ár söluhæsti leikur í heimi á sviði blandveruleika, að sögn Atla Más Sveinssonar, forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, sem er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.. Meira »

Einn greindist með mislinga í Reykjavík

05:30 Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem mislingafaraldur hefur geisað á undanförnum árum. Meira »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »

„Óvenjuvillandi“ framsetning

Í gær, 21:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenjuvillandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina. Meira »
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Hvaða efni er í Hornstrandabókunum?
Dæmi: Viðtal Stefáns Jónssonar við Alexander Einarsson frá Dynjanda Viðamikið ...
TUNIKA
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi TUNIKA - 3900 ST.36-52 Sími 588 8050. -...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...