Netárás á vefsíðu Eflingar

Þetta blasir við þegar farið er inn á vef Eflingar.
Þetta blasir við þegar farið er inn á vef Eflingar. mbl.is/skjáskot

Óprúttnir aðilar hafa tekið yfir vefsíðu Eflingar og kveður nú við skothvellur þegar reynt er að fara inn á síðuna. Þá blasa við skilaboðin „All United For Free Palestine“ en þar fyrir neðan stendur að vefsíðan hafi verið „hökkuð“ af Mauritania Sniper.

Undir spilar lag þar sem segir m.a. að það sem átti sér stað í Bandaríkjunum 11. september 2001 gerist í Palestínu „24/7“. „Free free Palestine, free free Palestine,“ hrópa söngvararnir.

Uppfært kl. 17.32:

Svo virðist sem um sé að ræða lag eftir tónlistarmann sem kallar sig Ambassador Mc. Lagið heitir Free Palestine en á YouTube-síðu hans má einnig finna lag sem heitir Terrorist, þar sem því er m.a. haldið fram að árásin á tvíburaturnana og árásin í Boston-maraþoninu hafi verið „innanbúðarverk“.

Mauritania Sniper virðist hafa látið til skarar skríða víðar ef marka má einfalda Google-leit. Þá má finna Twitter-aðgang undir þessu  nafni en ómögulegt er að segja til um hvort viðkomandi er sá sami og stendur að baki árásinni á síðu Eflingar.

Uppfært kl. 18.44:

Vefsíða Eflingar er komin í lag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert