Þingmaðurinn gefi sig fram

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, hefur nú stungið sér inn í umræðu dagsins og auglýsir eftir þingmanninum sem hélt því fram við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að áfengisfrumvarpið svonefnda væri samið af Högum.

Kári var ásamt Vilhjálmi Árnasyni, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist Kári hafa hitt þingmann í verslun og að sá hefði sagt sér að áfengisfrumvarpið hefði ekki verið skrifað af Vilhjálmi heldur væri það verslunarfyrirtækið Hagar sem ætti heiðurinn af því.

Í færslu á Facebook-síðu sinni ritar Albert:

„Einna áhugaverðast var þegar Kári lét hafa það eftir sér að hann hefði hitt ónefndan þingmann Sjálfstæðisflokksins þar sem sá hefði haldið því fram við Kára að Vilhjálmur hafi ekki smíðað frumvarpið sjálfur. Heldur hafi það verið smíðað í herbúðum Haga. Þingmaður þessi má endilega gefa sig fram og greina frá því hvaðan hann hefur þessar áreiðanlegu heimildir sínar.“

Í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun var áfengisfrumvarpið til umfjöllunar þar sem kenndi ýmissa grasa. Þ...

Posted by Albert Guðmundsson on Sunday, January 17, 2016

Fyrri fréttir mbl.is:

„Fara alkóhólistar ekki í Ikea?“

Segir yfirlýsinguna illa hugsaða

Ummæli Kára „ómakleg og ósönn“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert