Atli fékk uppreist æru

Atli var dæmdur fyrir manndráp í maí 2001.
Atli var dæmdur fyrir manndráp í maí 2001. mbl.is/Ómar Óskarsson

Atli Helgason, sem dæmdur var fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og afplánaði fangelsisrefsingu, hefur fengið uppreist æru og sækist eftir því að fá lögmannsréttindi sín að nýju.

Greint var þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þegar mbl.is hafði samband við Atla vildi hann ekki tjá sig um málið.

Frétt mbl.is: Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp

Í frétt RÚV segir að Atli hafi verið dæmdur fyrir manndráp í maí 2001. Samtímis var hann sviptur málflutningsréttindum. Hann sat lauk afplánun 2010. Frá þeim tíma hefur hann starfað á lögmannsstofu sem lögfræðingur.

Fyrir áramót fékk Atli uppreist æru sem þýðir að hann er nú með óflekkað mannorð. Atli hefur lagt inn beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um að réttindasvipting hans verði felld úr gildi svo hann geti fengið málflutningsréttindi sín að nýju.

Í Kastljósi kvöldsins kom fram að mál Atla Helgasonar yrði tekið fyrir í héraðsdómi í vikunni. Þar sagði einnig að árunum 1995 – 2012 hefðu 57 sótt um uppreist æru. 31 var hafnað, einn dró umsókn sína til baka og fimm voru felldar niður. Til þess að eiga möguleika á uppreist æru þarf að hafa tekið út refsingu sína. Sé brotið alvarlegt þurfa að hafa liðið fimm ár frá lokum afplánunar og þarf að vera fyrsta brot.

Hafi lögmenn verið sviptir lögmannsréttindum þurfa þeir meðmæli Lögmannafélagins og standast prófraun til að eiga möguleika á því að öðlast réttindin á ný.

Í 16. grein í lögum um lögmenn segir að hafi ráðherra lýst réttindi lögmanns óvirk, þau hafi fallið niður eða verið felld niður samkvæmt einhverju því sem í 12. – 15 gr. laganna segir skuli þau lýst virk að nýju eða veitt honum að nýju eftir umsókn hans án endurgjalds eða prófraunar, enda fullnægi hann öllum öðrum skilyrðum til að njóta þeirra.

Fréttir mbl.is um málið: 

Dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp

Hinn látni sleginn þrisvar í höfuðið

Atli segir að ekki hafi verið um ásetning að ræða

Geðlæknir telur að voðaverkið hafi verið slys

Atli Helgason ber við sjálfsvörn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert