Viðburðaríkur dagur fyrir 25 árum

Forsíða Morgunblaðsins 17. janúar 1991.
Forsíða Morgunblaðsins 17. janúar 1991. mbl.is

Talsvert gekk á í heiminum á þessum degi fyrir 25 árum síðan eða árið 1991. Voru bæði forsíða og baksíða Morgunblaðsins undirlagðar stórfréttum. Þannig fjallaði aðalfréttin á forsíðunni um eldflaugaárásir Íraka undir forystu Saddams Hussein á Ísrael og herstöðvar bandamanna í Saudi Arabíu og gagnárásir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á skotmörk í Írak, en Persaflóastríðið hafði hafist kvöldið áður með innrás bandamanna í landið.

Forsíðan hafði einnig að geyma frétt þess efnis að Ólafur fimmti Noregskonungur væri látinn 88 ára að aldri en hann hafði þá verið konungur Norðmanna í 34 ár. Fram kemur í frétt Morgunblaðsins að Ólafur hafi ítrekað heimsótt Ísland og verið í huga Norðmanna tákn um andspyrnu þeirra gegn hernámi nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Ólafur og fjölskylda hans rétt sluppu úr klóm nasista árið 1940 og flúðu til Bretlands.

Baksíðu Morgunblaðsins prýddi hins vegar stór litmynd af Heklugosi sem hafis hafði daginn áður. Var ennfremur fjallað um málið á einum sex öðrum stöðum í blaðinu. „Við sáum feiknalega mikinn strók stíga hratt upp í loftið, gifurlega sveran stólpa. Hann hækkaði mjög ört en síðan hægði hann á sér þegar vindurinn beygði hann. Það kom eins og haus á hann, og svo fór hann fljótlega að halla í norðUr," var haft eftir Sigrúnu Runólfsdóttur í Botnum í Meðallandi, sem orðið hafði vitni að fyrstu mínútum gossins.

Forsíða Morgunblaðsins 18. janúar 1991.
Forsíða Morgunblaðsins 18. janúar 1991. mbl.is
Baksíða Morgunblaðsins 18. janúar 1991.
Baksíða Morgunblaðsins 18. janúar 1991. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert