Fjölskyldurnar komnar til Akureyrar

Börnin voru orðin ósköp syfjuð á níunda tímanum eftir langt …
Börnin voru orðin ósköp syfjuð á níunda tímanum eftir langt ferðalag frá Beirút í Líbanon. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það voru syfjuð börn og þakklátir og glaðir foreldrar sem mættu blaðamanni mbl.is á Akureyrarflugvelli á níunda tímanum í kvöld. Sýrlensku fjölskyldurnar fjórar sem setjast munu í bænum eru komnar á endastöð og nærast nú í húsnæði Rauða krossins. 

Börnin voru vafin í teppi og sátu hálfsofandi á bekk í flugstöðinni. Fullorðna fólkið var greinilega orðið þreytt en heilsaði glatt og brosandi. Á morgun fer fram formleg móttökuathöfn í bænum þar sem hópurinn verður boðinn velkominn. 

Myndasyrpa með með myndum sem teknar voru við komu hópsins á Keflavíkurflugvelli í dag og við komuna til Akureyrar í kvöld fylgir fréttinni. 

Frétt mbl.is: „Fyrir stríðið höfðum við áætlanir“ 

Þessi snáði var orðinn frekar lúinn eftir langt ferðalag.
Þessi snáði var orðinn frekar lúinn eftir langt ferðalag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Vel var tekið á móti hópnum á flugvellinum.
Vel var tekið á móti hópnum á flugvellinum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert