Málskotsrétturinn afnuminn?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að hann segði ekki þverpólitískri þingmannanefnd um breytingar á stjórnarskrá fyrir verkum. Þar brást hann við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata. Birgitta spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson hvers vegna ákvæði um að kjósendur geti kallað eftir þjóðaratkvæði væri ekki til umræðu í nefndinni.

Ráðherrann sagði Birgittu beina fyrirspurninni á rangan stað. Betur færi á því að beina henni til fulltrúa Pírata í stjórnarskrárnefndinni. Birgitta sagði nefndina á forræði forsætisráðherra og sagði hún ráðherrann um að standa í vegi fyrir að nefndin gæti lokið störfum sínum. Síðast hafi komið tillaga frá Framsóknarflokknum inn í nefndina að málskotsréttur forsetans yrði afnuminn í tengslum við vinnu um rétt kjósenda til að kalla eftir þjóðaratkvæði.

Forsætisráðherra sakaði á móti Pírata um að gera allt til þess að reyna að sprengja upp samstarfið í stjórnarskrárnefndinni. Ítrekaði hann ennfremur að hann gæfi ekki nefndinni fyrirmæli.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert