Ræninginn áfram í haldi

Gullsmiðjan í Hafnarfirði
Gullsmiðjan í Hafnarfirði mbl.is/Styrmir Kári

Karlmaður sem játað hefur að hafa framið rán í skartgripaversluninni Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í október á síðasta ári skal sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til þar til dómur hefur fallið í málinu en þó ekki lengur en til föstudagsins 12. febrúar nk. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms Reykjaness.

Hann hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá 23. októ­ber sl., fyrst á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna en síðar á grund­velli al­manna­hags­muna.

Maðurinn játaði fyrir lögreglu að hafa framið rán í versl­un­inni fé­lagi við tvo aðra menn. Þre­menn­ing­arn­ir eru all­ir tald­ir hafa skipu­lagt verknaðinn. Tveir þeirra, m.a. sá sem hef­ur verið úr­sk­urðaður í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald, fóru inn í versl­un­ina með lambhús­hett­ur fyr­ir and­lit­inu.

Sá sem nú er fjallað um, var vopnaður exi og er hann sagður hafa skipað starfs­manni versl­un­ar­inn­ar að leggj­ast á gólfið og hlaupið á eft­ir henni með exi á lofti.

Þá er maður­inn sem hef­ur verið úr­sk­urðaður í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald, grunaður um vald­stjórn­ar­brot og til­raun til stór­felldr­ar lík­ams­árás­ar, með því að hafa að kvöldi fimmtu­dags­ins 22. októ­ber 2015, er lög­regla hafði af­skipti af hon­um í Kefla­vík, skotið þris­var sinn­um úr gasbyssu í átt að fimm lög­reglu­mönn­um sem veittu hon­um eft­ir­för og að hafa skotið fjór­um til fimm sinn­um úr byss­unni upp í loftið á meðan lög­reglu­menn­irn­ir hlupu á eft­ir hon­um. Lög­regl­an seg­ir ljóst að maður­inn sé hættu­leg­ur um­hverfi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert