Spilaði á fiðlu á flugvellinum

Spilað að fiðlu á flugvellinum.
Spilað að fiðlu á flugvellinum. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið.

Starfsfólk utanríkisráðuneytisins í París hitti sýrlenska flóttafólkið þegar það millilenti á Charles de Gaulle flugvelli eldsnemma í morgun. Hópurinn fékk ávexti og nasl og börnin litabækur og lesefni á meðan þau biðu spennt eftir flugi til nýrra heimkynna. 

Á myndum sem fylgja fréttinni má meðal annars sjá einn drenginn spila á fiðlu á flugvellinum og barn að lita. 

Fyrsti hóp­ur sýr­lenska flótta­fólks­ins sem boðin hef­ur verið bú­seta hér á landi er lent­ur í Kefla­vík. Þau eiga langt ferðalag að baki en þau flugu frá Beirút í Líb­anon með milli­lend­ingu í Par­ís. Um er að ræða sex fjöl­skyld­ur, þar af þrett­án full­orðna og tutt­ugu og tvö börn. Stærst­ur hluti hóps­ins held­ur áfram til Ak­ur­eyr­ar og lend­ir þar í kvöld.

Börnin spennt að sjá ný heimkynni sín.
Börnin spennt að sjá ný heimkynni sín. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið.
Hópurinn fékk að borða og börnin fengu litabækur og lesefni.
Hópurinn fékk að borða og börnin fengu litabækur og lesefni. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið.
Sigríður Jónsdóttir og Nína Björk Jónsdóttir, fulltrúar sendiráðsins með tvær …
Sigríður Jónsdóttir og Nína Björk Jónsdóttir, fulltrúar sendiráðsins með tvær úr hópnum. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert