Íslendingur vann 86 milljónir

Íslendingurinn vann rúmar 86 milljónir.
Íslendingurinn vann rúmar 86 milljónir.

Íslendingur vann rúmlega 86,3 milljónir skattfrjálsar í Víkingalottói í kvöld. Vinningsmiðinn var keyptur á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Þetta er í 25. skiptið sem fyrsti vinningur í Víkingalottóinu kemur hingað til lands.

Íslendingurinn hafði svo sannarlega heppnina með sér í Víkingalottóinu, en hann var einn af þremur sem skiptu með sér tvöfalda pottinum í kvöld.  Íslendingurinn deilir pottinum með tveimur Norðmönnum og fær hver þeirra rúmlega 86,3 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. 

Vinningsmiðinn hér á landi var keyptur á Selfossi, nánar tiltekið í Samkaupum Úrvali við Tryggvagötu 40. Er þetta í 25 skiptið sem 1. vinningur í Víkingalottóinu kemur til Íslands og í annað skiptið sem fyrsti vinningur í Víkingalottói er keyptur á þessum sama sölustað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert