Kát og hress á Akureyri á fyrsta degi

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ásamt mæðginum í hópi …
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ásamt mæðginum í hópi Sýrlendinganna; móðirin heitir Noufa al-Mohammad og er 67 ára, nafn sonarins er Khattar al-Mohammad. Skapti Hallgrímsson

Flóttafólkið frá Sýrlandi var boðið formlega velkomið til Akureyrar í Viðjulundi, húsnæði Rauða krossins á Akureyri, í dag. Bæjarstjóri Akureyrar, Eiríkur Björn Björgvinsson, bauð hópinn velkominn og þá tóku einnig til máls formaður Rauða kross Íslands og Eyjafjarðardeildar Rauða krossins.

Eftir ávörp var matarboð og segir blaðamaður mbl.is á staðnum að allir hafi verið glaðir. Þá hafi börn, sem mörg hver voru orðin nokkuð syfjuð og þreytt í gær við komuna verið mjög hress og kát.

Í móttökunni í dag voru einnig stuðningsfjölskyldur sem munu vera flóttafólkinu innan handar á komandi dögum og misserum.

Fólkið nýtti daginn meðal annars í að taka upp úr töskum sínum og koma sér fyrir á nýjum stað. Þá var farið með það í matvöruverslun, en það hefur þó ekki enn haft mikinn tíma til að skoða sig um í bænum.

Frétt mbl.is: Fjölskyldurnar komnar til Akureyrar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert