Kona handtekin fyrir heimilisofbeldi

Lögreglan handtók konu í Grafarholti um eittleytið í nótt en hún er grunuð um heimilisofbeldi. Eins er hún grunuð um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og vörslu fíkniefna. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gistir konan fangageymslu fyrir rannsókn máls.

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í iðnaðarhúsnæði í Árbæjarhverfi á tólfta tímanum í gærkvöldi en eldur var í húsinu. Hann gistir fangageymslu vegna rannsókn málsins.

Lögreglan hafði afskipti af manni sem sat í bifreið í bílastæðahúsi í Kópavogi en maðurinn er grunaður um vörslu og meðferð fíkniefna. 

Um hálfsexleytið í gær hafði lögregla afskipti af manni á heimili í austurhluta Reykjavíkur vegna vörslu fíkniefna.

Ölvaður ökumaður var síðan stöðvaður í Grafarvoginum um hálftvöleytið í nótt og komið í veg fyrir að hann héldi för sinni áfram undir stýri bifreiðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert