Skorturinn stjórnvöldum að kenna

Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður VG.
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gerðu skýrslu UNICEF á Íslandi um skort á meðal barna hér á landi að umtalsefni á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins.

Þar kæmi fram að hlutfall barna sem byggju við efnislegan skort hefði tvöfaldast á undanförnum fimm árum. Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður VG, sagði þessa þróun ekki ásættanlega. Leita þyrfti svara við því hvers vegna þessi þróun hefði átt sér stað.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður flokksins, sögðu þessa þróun afleiðingu stefnu núverandi ríkisstjórnar. Svandís sagði slíka þróun ekki gerast öðruvísi en í tengslum við ákvarðanir stjórnvalda á hverjum tíma. Stjórnvöld yrðu að leggja fram raunverulega áætlun um útrýmingu fátæktar á Íslandi.

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG.
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert