Stöðvaði ræktun á tveimur stöðum

Lagt var hald á samtals um 75 kannabisplöntur á ýmsum …
Lagt var hald á samtals um 75 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Kristinn Ingvarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun á tveimur stöðum í Hafnarfirði í dag. Lagt var hald á samtals um 75 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.

Karlmaður á þrítugsaldri játaði aðild í öðru málinu og karl á fertugsaldri í hinu en málin tengjast ekki. Í báðum tilvikum var um að ræða kannabisræktun í heimahúsi.

Í gær kom fram að lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hafi að und­an­förnu fram­kvæmt hús­leit­ir á mörg­um stöðum í Hafnar­f­irði og lagt hald á tals­vert af kanna­bis­efn­um, m.a. tugi kanna­bisplantna á ýms­um stig­um rækt­un­ar, og enn frem­ur ætlað am­feta­mín.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

mbl.is

Bloggað um fréttina