Fékk fimm ára dóm í Ungverjalandi

mbl.is

Íslensk kona á fertugsaldri, sem ákærð var fyrir alvarlega líkamsárás í Ungverjalandi í fyrra, hefur verið fundin sek í dómstól ytra. Konan er dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi. Þetta kemur fram á ungverska fréttavefnum Debrecen Sun.

Konan, sem var við læknisnám í borginni Debrecen, var sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana í höfuðið með hamri. Lögfræðingur konunnar hefur sagt að málsmeðferðin hafi öll verið hin undarlegasta.

Atvikið átti sér stað sumarið 2012. Sam­kvæmt ákær­unni, sem lýst er í ung­versk­um miðlum, voru hin ákærða og fórn­ar­lambið góðar vin­kon­ur. Kvöld eitt hafi hin ákærða boðið vin­konu sinni, sem er frá Níg­er­íu, í mat. Þá hafi hún verið búin að setja svefn­lyf í mat vin­kon­unn­ar.

Í frétt Debrecen Sun kemur fram að fórnarlambið hafi ekki verið viðstödd réttarhaldið, en þrír fyrrum framburðir hennar og vitnaskýrslur átta vitna voru talin grunnur fyrir sakfellingu.

Hægt er að áfrýja niðurstöðunni.

Frétt mbl.is: Ákærð fyrir manndrápstilraun

Frétt mbl.is: Uppspuni hjá fórnarlambinu

Frétt mbl.is: Lækninum hefur ekki verið sagt upp

Frétt mbl.is: Í leyfi frá störfum vegna ákæru

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert