Fjöruverðlaunin afhent í Höfða

Frá vinstri: Þórunn Sigurðardóttir, Hildur Knútsdóttir og Halldóra K. Thoroddsen.
Frá vinstri: Þórunn Sigurðardóttir, Hildur Knútsdóttir og Halldóra K. Thoroddsen. mbl.is/Árni Sæberg

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Halldóra K. Thoroddsen hlaut verðlaun í flokki fagurbókmennta, Hildur Knútsdóttir í flokki barna- og unglingabókmennta og Þórunn Sigurðardóttir í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. 

Þetta í tíunda skipti sem verðlaunin eru veitt og í annað sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Dagur B. Eggertsson gesti velkomna og afhenti verðlaunahöfum blóm.

Venju samkvæmt fengu verðlaunahafar keramik-egg eftir listakonuna Koggu og frú Vigdís Finnbogadóttir steig á svið og afhenti verðlaunahöfum gjafabréf fyrir dvöl á Kolkuósi í Skagafirði.

Í flokki fagurbókmennta:
Tvöfalt gler eftir Halldóru K. Thoroddsen

Í flokki barna- og unglingabókmennta:
Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:
Heiður og huggun – Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld eftir Þórunni Sigurðardóttur

mbl.is